Viðskipti erlent

Verðbólgan í Bretlandi ekki meiri síðan haustið 2008

Verðbólgan í Bretlandi mælist 5,2% og hefur ekki verið meiri síðan í hruninu haustið 2008.

Mælingin á verðbólgunni í september s.l. var töluvert yfir væntingum sérfræðingar sem bjuggust við að hún yrði á bilinu 4,5 til 4,9%.

Verðbólgan í Bretlandi hefur verið yfir verðbólgumarkmiðum seðlabanka landsins í hverjum mánuði frá hruninu og frá því í mars í fyrra hefur hún legið fyrir ofan 3% hámarkið.

Mervyn King hefur ekki miklar áhyggjur af þessari þróun. Hann sagði fyrr í þessum mánuði í samtali við Bloomberg fréttaveituna að verðbólgan myndi ná hámarki í september og síðan fara snarlækkandi út næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×