Viðskipti erlent

Moody´s varar Frakkland við lækkun lánshæfiseinkunnar

Matsfyrirtækið Moody's hefur varað frönsk stjórnvöld við því að lánshæfiseinkunn franska ríkisins gæti verið í hættu. Moody´s er að íhuga að setja einkunnina á neikvæðar horfur en Frakkland heldur enn toppeinkunn, það er AAA, hjá matsfyrirtækinu.

Í tilkynningu frá Moody's kemur meðal annars fram að hætta sé á að matinu verði breytt ef fjármál hins opinbera í Frakklandi halda áfram að breytast til hins verra á næstu mánuðum. Lækki Moody´s lánshæfiseinkunn Frakklands gæti það haft víðtækar afleiðingar á evrusvæðinu þar sem Frakkland er annað stærsta hagkerfið innan svæðisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×