Viðskipti erlent

Vandi Evrópu hefur áhrif í Kína

Gríðarlegur vöxtur hefur einkennt efnahagsmálin í Kína undanfarinn áratug.
Gríðarlegur vöxtur hefur einkennt efnahagsmálin í Kína undanfarinn áratug.
Þó hagvöxtur í Kína sé enn mikill eru ýmis merki um að hann sé að minnka, einkum vegna minnkandi eftirspurnar frá Evrópu. Þetta segir sérfræðingurinn Alistair Thornton, starfsmaður IHS Global, í samtali við breska ríkisútvarpið BBC í kvöld. Hagvöxtur mældist 9,3 prósent á þriðja ársfjórðungi miðað við 9,5% mánuðina á undan. Thornton segir að þó hagvöxturinn sé enn mikill, á flesta mælikvarða, þá séu þegar farin að sjást ýmis merki um að hagkerfið sé heldur að hægja á ferðinni. "Aðgerðir til þess að draga úr þenslu hafa þegar haft áhrif, og það sjást ýmis merki um að hagkerfið sé að hægja á sér,“ er haft eftir Thornton. Hann leggur enn fremur áherslu á að eftirspurn eftir vörum í Kína frá Evrópu hafi minnkað og muni eflaust minnka meira, samhliða efnahagserfiðleikum í álfunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×