Viðskipti erlent

Merkel: Vika til stefnu

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, stendur í ströngu þessa dagana.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, stendur í ströngu þessa dagana. mynd/afp
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir að vika sé til stefnu, til þess að afstýra enn frekari vandamálum vegna skuldakreppu í Evrópu. Áhyggjur vegna skuldavanda Grikklands hafa farið vaxandi í dag, eftir að þær fréttir bárust frá kröfuhöfum Grikklands, að líklega þyrftu þeir að afskrifa meira en áður var talið af skuldum Grikklands.

Í júlí sl. bauðst sérstakt kröfuhafaráð til þess að láta afskrifa 21% af skuldum Grikklands. Frá þeim tíma hefur verið á því byggt að það myndi duga til þess að leysa vanda landsins.

Nú er útlit fyrir að það þurfi að afskrifa meira, eða allt að 50%, samkvæmt fréttum Wall Street Journal og breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Frekari viðræður munu standa alla vikuna og síðan er talið að lokaákvarðanir um björgunaraðgerðir verði teknar um næstu helgi, eða fyrir opnun markaða mánudaginn 23. október.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×