Viðskipti erlent

Funda um efnahagsvandann í París

París. Fólk við Effelturninn.
París. Fólk við Effelturninn.
Fjármálaráðherrar á evrusvæðinu munu funda í París um helgina til að ræða lausn á fjármálakrísunni á svæðinu.

Rætt er um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni auka hlutdeild sína í aðgerðum til að bjarga Evrópuríkjum í fjárhagsvanda, en fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC að Bandaríkjamenn hafi sett sig upp á móti þeirri hugmynd.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, áttu símafund í gær, meðal annars til að ræða fyrirhugaðar aðgerðir, en Obama er sagður hafa miklar áhyggjur af áhrifum fjárhagsvanda Evrópuríkja á bandarískan efnahag.

Viðræðurnar um helgina eru sagðar snúast að mestu um vanda Grikklands, en margir óttast að vandi Grikkja breiðist út til annarra skuldsettra Evrópuríkja eins og Spánar og Ítalíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×