Árlega greinast 18 með krabbamein í munnholi og vör Boði Logason skrifar 13. október 2011 14:00 86,7 prósent þeirra sem taka í vörina á Íslandi nota íslenskt neftóbak. Árlega greinast meira en 650 þúsund manns í heiminum með krabbamein í munnholi. Mynd/Vísir.is Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir hjá Krabbameinsskrá Íslands, segir að orsök myndunar krabbameins í munnholi sé vissulega ekki alveg á hreinu. „Hinsvegar eru þekkt sterk tengsl milli tóbaksnotkunar sérstaklega en einnig tengsl við alkóhólnotkun og einkum ef þetta tvennt fer saman, þá aukast líkur að sama skapi að fá þessa tegund krabbameins," segir Jón Gunnlaugur. Sala á íslensku neftóbaki tvöfaldaðist á sjö ára tímabili frá 2003 til 2010, úr 11,7 tonnum upp í 25,5 tonn. Þessar gífurlegu aukningu má rekja til þess að munntóbaksneysla hefur aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt könnun sem Capacent framkvæmdi í júní síðastliðnum taka 86,7 prósent þeirra sem nota munntóbak daglega, íslenskt neftóbak í vörina og 21,5 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára taka tóbak í vörina daglega. Krabbamein í munnholi eru lang oftast upprunin úr þekjuvef slímhúðar munnhols og koma fyrir víðsvegar um munnholið, meðal annars í munnbotni, tungu, innan á vörum og koki. Þessi æxli eru í 6. sæti yfir algengustu krabbamein í heiminum og árlega greinast meira en 650 þúsund manns með krabbamein í munnholi.Árlegur meðalfjöldi þeirra sem greindust með krabbamein í munnholi og vörMynd/Vísir.isEins og sést á töflunni hér til hliðar greindust árlega 18 einstaklingar með krabbamein í munnholi og vör á árunum 2005 til 2009, 10 karlar og 8 konur. Á tímabilinu 2000 til 2004 greindust tuttugu prósent færri með þessa tegund krabbameins, eða 15 einstaklingar. Á tímabilinum 1955 til 1959 greindust að meðaltali 7 einstaklingar á ári. Elínborg J. Ólafsdóttir verkfræðingur og deildarstjóri hjá Krabbameinsskrá Íslands segir að árlegt aldursstaðlað nýgengi sé þó ekki að aukast, það er að segja þegar tekið er tillit til fjölgunar í þjóðinni og breyttrar aldurssamsetningar. Það sé um 4,5 af 100 þúsund hjá körlum og 2,7 hjá konum. Jón Gunnlaugur segir að á Vesturlöndum sé notkun tóbaks og alkóhóls talin tengjast 75 prósent illkynja æxla á þessu svæði líkamans. Líkur einstaklinga, sem mynda hóp þeirra sem mest nota af tóbaki, á að fá krabbamein í munn og munnhol eru 70 til 100 prósent meiri en þeirra sem nota ekki tóbak. „Aukin tíðni þessara æxla á Vesturlöndum á undanförnum áratugum hefur verið sett í samhengi við aukna alkóhólnotkun í Norður-Evrópu en aukna tóbaksnotkun í Suður-Evrópu. Varðandi mismunandi notkun tóbaks og tengsl við myndun krabbameins í munnholi þá virðist allt tóbak hafa þýðingu, þó góðar rannsóknir vanti til að skilgreina áhættu hvers þáttar nákvæmlega," segir Jón Gunnlaugur og bendir á að fleira komi vissulega inn í áhættuna á að fá krabbamein í munnholi. „Í því sambandi er til dæmis rétt að minnast á HPV-veirusýkingu." Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Árlega greinast 10 karlar og 8 konur með krabbamein í munnholi og vör samkvæmt fimm ára meðaltali áranna 2005 til 2009. Tilvikin hafa aldrei verið fleiri frá upphafi mælinga en þeim hefur fjölgað um 20 prósent á milli tímabilanna 2000 til 2004 og 2005 til 2009. Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir hjá Krabbameinsskrá Íslands, segir að orsök myndunar krabbameins í munnholi sé vissulega ekki alveg á hreinu. „Hinsvegar eru þekkt sterk tengsl milli tóbaksnotkunar sérstaklega en einnig tengsl við alkóhólnotkun og einkum ef þetta tvennt fer saman, þá aukast líkur að sama skapi að fá þessa tegund krabbameins," segir Jón Gunnlaugur. Sala á íslensku neftóbaki tvöfaldaðist á sjö ára tímabili frá 2003 til 2010, úr 11,7 tonnum upp í 25,5 tonn. Þessar gífurlegu aukningu má rekja til þess að munntóbaksneysla hefur aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt könnun sem Capacent framkvæmdi í júní síðastliðnum taka 86,7 prósent þeirra sem nota munntóbak daglega, íslenskt neftóbak í vörina og 21,5 prósent pilta á aldrinum 16 til 23 ára taka tóbak í vörina daglega. Krabbamein í munnholi eru lang oftast upprunin úr þekjuvef slímhúðar munnhols og koma fyrir víðsvegar um munnholið, meðal annars í munnbotni, tungu, innan á vörum og koki. Þessi æxli eru í 6. sæti yfir algengustu krabbamein í heiminum og árlega greinast meira en 650 þúsund manns með krabbamein í munnholi.Árlegur meðalfjöldi þeirra sem greindust með krabbamein í munnholi og vörMynd/Vísir.isEins og sést á töflunni hér til hliðar greindust árlega 18 einstaklingar með krabbamein í munnholi og vör á árunum 2005 til 2009, 10 karlar og 8 konur. Á tímabilinu 2000 til 2004 greindust tuttugu prósent færri með þessa tegund krabbameins, eða 15 einstaklingar. Á tímabilinum 1955 til 1959 greindust að meðaltali 7 einstaklingar á ári. Elínborg J. Ólafsdóttir verkfræðingur og deildarstjóri hjá Krabbameinsskrá Íslands segir að árlegt aldursstaðlað nýgengi sé þó ekki að aukast, það er að segja þegar tekið er tillit til fjölgunar í þjóðinni og breyttrar aldurssamsetningar. Það sé um 4,5 af 100 þúsund hjá körlum og 2,7 hjá konum. Jón Gunnlaugur segir að á Vesturlöndum sé notkun tóbaks og alkóhóls talin tengjast 75 prósent illkynja æxla á þessu svæði líkamans. Líkur einstaklinga, sem mynda hóp þeirra sem mest nota af tóbaki, á að fá krabbamein í munn og munnhol eru 70 til 100 prósent meiri en þeirra sem nota ekki tóbak. „Aukin tíðni þessara æxla á Vesturlöndum á undanförnum áratugum hefur verið sett í samhengi við aukna alkóhólnotkun í Norður-Evrópu en aukna tóbaksnotkun í Suður-Evrópu. Varðandi mismunandi notkun tóbaks og tengsl við myndun krabbameins í munnholi þá virðist allt tóbak hafa þýðingu, þó góðar rannsóknir vanti til að skilgreina áhættu hvers þáttar nákvæmlega," segir Jón Gunnlaugur og bendir á að fleira komi vissulega inn í áhættuna á að fá krabbamein í munnholi. „Í því sambandi er til dæmis rétt að minnast á HPV-veirusýkingu."
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira