Erlent

Bandarískir hagfræðingar hljóta Nóbelsverðlaun

Nóbelsverðlaunanefndin telur hugmyndir Sims og Christopher vera sérstaklega mikilvægar þegar litið er til ástands heims efnahagsins í dag.
Nóbelsverðlaunanefndin telur hugmyndir Sims og Christopher vera sérstaklega mikilvægar þegar litið er til ástands heims efnahagsins í dag.
Thomas Sargent og Christopher A. Sims hlutu hagfræðiverðlaun Nóbels nú fyrir stuttu.

Nóbelsverðlaunanefndin sagði rannsóknir Sargent og Sims dýpka skilning okkar á orsök og afleiðingu í vísindum þjóðhagfræðinnar.

Nefndin sagði aðferðir verðlaunahafanna hafa varpað ljósi á ýmis vandamál sem efnahagur heimsins stendur frammi fyrir í dag. Til dæmis hafa Christopher og Sims rannsakað áhrif tímabundinna skattabreytinga á verðbólgu og vöxt efnahags. Starfsfélagarnir eru báðir 68 ára gamlir og fóru rannsóknir þeirra fram á sjöunda áratugnum.

Nefndin sagði hugmyndir Christophers og Sims vera löngu orðnar að stöðluðum aðferðum í þjóðhagfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×