Ótrúleg uppákoma átti sér stað á frys.com mótinu í gær er áhorfandi kastaði pylsu í áttina að Tiger Woods er hann reyndi að pútta. Áhorfandinn hljóp svo inn á flötina en lagðist strax niður og lét handtaka sig án mótmæla.
"Þegar ég leit upp var pylsan í loftinu. Hún lenti reyndar ekki mjög nálægt mér. Viðkomandi vissi hvað hann var að gera og virtist vilja láta handtaka sig. Svona hlutir gerast," sagði Tiger léttur en hann tók atvikinu ekki alvarlega heldur brosti.
Tiger lék ágætlega á mótinu en var nokkuð á eftir efstu mönnum.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér.
Tiger lét pylsukastarann ekki koma sér úr jafnvægi - myndband

Mest lesið


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

