Vettel jafnaði árangur Prost og Senna í dag 29. október 2011 20:27 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í dag. AP MYND: GURINDER OSAN Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið. Formúla Íþróttir Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira