Viðskipti erlent

Þjóðverjar 55 milljörðum evrum ríkari

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mistökin í bókhaldi Hypo Real Estate uppgötvuðust fyrr í mánuðinum.
Mistökin í bókhaldi Hypo Real Estate uppgötvuðust fyrr í mánuðinum. mynd/ afp.
Þýski ríkissjóðurinn er 55 milljörðum evrum digurri en talið var. Þetta uppgötvaðist þegar að í ljós kom að villa var gerð í bókhaldi Hypo Real Estate bankans sem var þjóðnýttur árið 2009. Þjóðverjar búast nú við því að skuldir ríkissjóðs verði 81,1% af landsframleiðslu í ár, sem er um 2,6% minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Bókhaldsmistökin voru uppgötvuð fyrr í þessum mánuði en tilkynnt á föstudaginn.

Bankinn komst í veruleg vandræði eftir þrot bandaríska bankans Lehman Brothers haustið 2008. Nokkrum mánuðum seinna settu þýsk stjórnvöld 10 milljarða evra hlutafé inn í bankann og veittu honum 145 milljarða evra lausafjártryggingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×