Cardinals tryggði sér titilinn í nótt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 11:00 Leikmenn Cardinals fagna í nótt. Nordic Photos / Getty Images Ótrúleg saga St. Louis Cardinals fékk góðan endi í nótt er liðið tryggði sér titilinn í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta. Liðið hafði betur, 6-2, gegn Texas Rangers í oddaleik liðanna í St. Louis í nótt. Í ágúst síðastliðnum reiknaði enginn með því að Cardinals kæmist einu sinni í úrslitakeppnina. Liðið komst svo á ótrúlegan sprett í september og náði að tryggja sig inn í úrslitakeppnina á lokadegi deildakeppninnar. Liðið vann svo hvern andstæðinginn á fætur öðrum í úrslitakeppninni og komst í sjálfa úrslitarimmuna, World Series, þar sem liðið mætti Rangers. Rangers komst í 3-2 forystu í rimmunni og var aðeins einu kasti frá því að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma í sjötta leik liðanna í fyrrakvöld. Cardinals jafnaði en Rangers var svo aftur einu höggi frá því að tryggja sér sigurinn í tíundu lotu. Aftur jafnaði Cardinals og vann svo ótrúlegan 10-9 sigur í elleftu lotunni. Leikurinn í nótt var ekki jafn spennandi en mestu munaði þegar að Cardinals breytti stöðunni úr 3-2 í 5-2 í fimmtu lotunni. Forystu Cardinals var aldrei ógnað eftir þetta og fögnuðu heimamenn glæsilegum árangri. David Freese, sem tryggði Cardinals áðurnefndan sigur í fyrrakvöld, var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar. Þetta er í ellefta sinn sem Cardinals vinur titilinn en síðast gerðist það árið 2006. Rangers hefur aldrei unnið titilinn en þetta er annað árið í röð sem liðið tapar í World Series. Félagið var stofnað árið 1961 og keppt undir nafninu Texas Rangers síðan 1972. Erlendar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Ótrúleg saga St. Louis Cardinals fékk góðan endi í nótt er liðið tryggði sér titilinn í bandarísku MLB-deildinni í hafnabolta. Liðið hafði betur, 6-2, gegn Texas Rangers í oddaleik liðanna í St. Louis í nótt. Í ágúst síðastliðnum reiknaði enginn með því að Cardinals kæmist einu sinni í úrslitakeppnina. Liðið komst svo á ótrúlegan sprett í september og náði að tryggja sig inn í úrslitakeppnina á lokadegi deildakeppninnar. Liðið vann svo hvern andstæðinginn á fætur öðrum í úrslitakeppninni og komst í sjálfa úrslitarimmuna, World Series, þar sem liðið mætti Rangers. Rangers komst í 3-2 forystu í rimmunni og var aðeins einu kasti frá því að tryggja sér sigurinn í venjulegum leiktíma í sjötta leik liðanna í fyrrakvöld. Cardinals jafnaði en Rangers var svo aftur einu höggi frá því að tryggja sér sigurinn í tíundu lotu. Aftur jafnaði Cardinals og vann svo ótrúlegan 10-9 sigur í elleftu lotunni. Leikurinn í nótt var ekki jafn spennandi en mestu munaði þegar að Cardinals breytti stöðunni úr 3-2 í 5-2 í fimmtu lotunni. Forystu Cardinals var aldrei ógnað eftir þetta og fögnuðu heimamenn glæsilegum árangri. David Freese, sem tryggði Cardinals áðurnefndan sigur í fyrrakvöld, var valinn besti leikmaður úrslitarimmunnar. Þetta er í ellefta sinn sem Cardinals vinur titilinn en síðast gerðist það árið 2006. Rangers hefur aldrei unnið titilinn en þetta er annað árið í röð sem liðið tapar í World Series. Félagið var stofnað árið 1961 og keppt undir nafninu Texas Rangers síðan 1972.
Erlendar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira