Viðskipti erlent

Atvinnulausir á Spáni aldrei verið fleiri

Spánverjar í biðröð fyrir utan vinnumálastofnunina þar í landi.
Spánverjar í biðröð fyrir utan vinnumálastofnunina þar í landi. Mynd/AFP
Tæplega fimm milljónir Spánverja eru nú atvinnulausir, eða 21,5 prósent af vinnubærum mönnum. Ástandið hefur aldrei verið verra í landinu en tölur fyrir þriðja ársfjórðung voru birtar þar í landi í dag. Efnahagslífið á Spáni hefur verið á brauðfótum undanfarin misseri eins og víðar í Evrópu en atvinnuleysi er hvergi meira í álfunni en á Spáni.

Stjórnvöld hafa lengi staðhæft að fjöldi atvinnulausra fari aldrei yfir fimm milljónir en nú virðist ljóst að það gerist á næstunni en aðeins vantar um 20 þúsund manns á atvinnuleysisskrá til þess að sú verði raunin. Ástandið setur ennfremur mikla pressu á ríkisstjórn Spánar en í næsta mánuði ganga Spánverjar til þingkosninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×