Viðskipti erlent

Veisla á hlutabréfamörkuðum heimsins

Mikil veisla hefur verið í gangi á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og á Asíu mörkuðum í nótt. Ástæðan er samkomulag leiðtoga Evrópusabandsins um frekari aðgerðir gegn skuldakreppunni.

Vísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu um eða yfir 3%. S&P 500 vísitalan hækkaði um 3,4% og stefnir októbermánuður í að verða besti mánuður fyrir þessa vísitölu síðan árið 1974.

Dow Jones hækkaði um 2,9% og stefnir okótbermánuður í að verða sá besti fyrir vísitöluna síðan árið 1987. Fyrir Nasdaq visitöluna stefnir i besta mánuð síðan árið 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×