Sport

Ólympíumeistari handtekinn með níu kíló af kókaíni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Galabin Boevski
Galabin Boevski Mynd/AFP
Búlgarinn Galabin Boevski, fyrrum Heims- og Ólympíumeistari í kraftlyftingum var handtekinn á flugvelli í Sao Paulo í Brasilíu eftir að hann reyndi að smygla níu kílóum af kókaíni til Spánar. Reuters-fréttastofan segir frá þessu.

Boevski er 36 ára gamall og varð Ólympíumeistari í léttvigt á leikunum í Sydney árið 2000. Hann varð líka heimsmeistari í mínus 69 kílóa flokki á HM 1999 og HM 2011 og vann síðan Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum; 1999, 2002 og 2003.

Boevski féll á lyfjaprófi á HM 2003 og var í kjölfarið dæmdur í átta ára keppnisbann. Boevski gæti þurft að eyða fimmtán árum í fangelsi í Brasilíu verði hann dæmdur sekur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×