Viðskipti innlent

Ráðstefna AGS og íslenskra stjórnvalda sett í Hörpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir setti ráðstefnuna.
Jóhanna Sigurðardóttir setti ráðstefnuna.
Fundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda í Hörpu er hafinn. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, settu ráðstefnuna.

Nú eru svo  Friðrik Már Baldursson, Willem Buiter hjá Citicorp, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Franek Rozwadowski, fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi skiptast á skoðunum.

Fundurinn er í beinni útsendingu hér.

Fréttamenn frá fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis sitja fundinn og hægt er að fylgjast með því sem fram fer á fundinum í dálki efst hægra megin á forsíðu Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×