Viðskipti erlent

Björgunarsjóður ESB stækkaður í 1.000 milljarða evra

Leiðtogar Evrópusambandsins komust að samkomulagi um aðgerðir gegn skuldakreppunni á fundi sínum í Brussel. Fundinum lauk ekki fyrr en í nótt.

Helstu atriði samkomulagsins eru að björgunarsjóður Evrópusambandsins verður stækkaður upp í 1.000 milljarða evra og að bankar í álfunni munu afskrifa helming af skuldum Grikklands. Talið er að þessar afskriftir muni kosta bankanna um 100 milljarða evra.

Þá var ákveðið að herða reglur um eiginfjárhlutfall bankanna og verða þeir að auka eigið fé sitt um 106 milljarða evra. Til þess munu þeir fá stuðning Evrópusambandsins. Gert ráð fyrir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að stækkun björgunarsjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×