Viðskipti erlent

Þýska þingið samþykkti björgunaraðgerðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angela Merkel er kanslari Þýskalands.
Angela Merkel er kanslari Þýskalands. mynd/ afp.
Þýska þingið hefur samþykkt tillögur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, um aðgerðir vegna kreppunnar á evrusvæðinu. Aðgerðaráætlunin hefur verið lengi í smíðum en allir leiðtogar evruríkjanna hittust á sunnudaginn til þess að móta áætlunina. Áætlunin gengur út á að björgunarsjóður Evrópusambandsins verði stækkaður upp í allt að 1000 milljarða evra og að bankar í Evrópu afskrifi stóran hluta af skuldum gríska ríkisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×