Viðskipti erlent

Móðurfélag Norðuráls tapaði rúmum 750 milljónum

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, tapaði 6,6 milljónum dollara eða rúmum 750 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi ársins. Þetta er töluvert betri niðurstaða en á sama tímabili í fyrra þegar tapið nam tæpum 17 milljónum dollara.

Í tilkynningu um afkomuna kemur fram að rekstur Norðuráls á Grundarfirði hafi verið til fyrirmyndar á ársfjórðungnum og að met hafi verið sett í framleiðslu þess álvers.

Aðeins er getið um álverið í Helguvík og sagt að þar sé enn beðið niðurstöðu gerðardóms um orkuverð. Sem kunnugt er hafa Century Aluminium og HS Orka deilt um verðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×