Viðskipti erlent

Steve Jobs hraunar yfir Bill Gates úr gröf sinni

Steve heitinn Jobs stofnandi Apple hraunar yfir Bill Gates eigenda Microsoft úr gröf sinni.

Sjálfsævisaga Steve Jobs kom í bókabúðir í gærdag og óhætt er að segja að hún veki mikla athygli. Sagan er skrifuð í samvinnu við rithöfundinn Walter Isaacson og þeir náðu að ljúka henni mánuði áður en Jobs lést úr krabbameini.

Í bókinni fær Bill Gates stofnandi Microsoft það óþvegið. Jobs segir að Gates hafi ekkert ímyndunarafl og að hann hafi aldrei skapað eða fundið neitt upp sjálfur. Raunar hafi Gates bara tekið hugmyndir frá öðru fólki án þess að skammast sín fyrir það. Því gangi betur fyrir Gates að stússa í góðgerðarverkum en fást við tæknilega hluti.

Þá kemur fram í ævisögunni að Jobs neitaði í níu mánuði að gangast undir aðgerð sem hugsanlega hefði bjargað lífi hans. Jobs lést þann 5. október s.l. aðeins 56 ára að aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×