Luke Donald skrifaði nýjan kafla í golfsöguna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. október 2011 10:45 Luke Donald náði þeim árangri að vera efstur á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Englendingurinn er fyrsti kylfingurinn frá Evrópu sem nær þeim áfanga. AP Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum. Hinn 33 ára gamli Donald fékk sex fugla í röð á síðari 9 holunum og gerði út um vonir Webb Simpson um að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald varð að enda í einu af tveimur efstu sætunum á Children's Miracle Network Classic meistaramótinu til þess að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald sýndi tilþrif á flötunum með pútternum sem verða seint leikin eftir og sagði Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson að Donald væri einn besti púttari sögunnar. Donald hafði fyrir mótið ekki sigrað í höggleikskeppni í fimm ár í Bandaríkjunum og er þetta aðeins annar sigur hans á þessu tímabili. Hann náði þeim ótrúlega árangri að enda á meðal 10 efstu á 14 mótum af þeim 19 sem hann tók þátt í. Donald getur enn skrifað nýja kafla í golfsöguna á þessu ári. Það eru enn sex mót eftir á Evrópumótaröðinni og Donald er sem stendur í efsta sæti peningalistans á þeirri mótaröð. Ef hann nær að halda því sæti yrði hann sá fyrsti í sögunni sem næði efsta sætinu á peningalistanum á PGA og Evrópumótaröðinni á sama tímabili. Donald er í efsta sæti heimslistans og þar hefur hann verið frá því í maí á þessu ári. Það eina sem skyggir á afrek Donald er sú staðreynd að hann hefur aldrei náð að vinna eitt af risamótunum, sem eru Mastersmótið, Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum. Hinn 33 ára gamli Donald fékk sex fugla í röð á síðari 9 holunum og gerði út um vonir Webb Simpson um að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald varð að enda í einu af tveimur efstu sætunum á Children's Miracle Network Classic meistaramótinu til þess að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald sýndi tilþrif á flötunum með pútternum sem verða seint leikin eftir og sagði Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson að Donald væri einn besti púttari sögunnar. Donald hafði fyrir mótið ekki sigrað í höggleikskeppni í fimm ár í Bandaríkjunum og er þetta aðeins annar sigur hans á þessu tímabili. Hann náði þeim ótrúlega árangri að enda á meðal 10 efstu á 14 mótum af þeim 19 sem hann tók þátt í. Donald getur enn skrifað nýja kafla í golfsöguna á þessu ári. Það eru enn sex mót eftir á Evrópumótaröðinni og Donald er sem stendur í efsta sæti peningalistans á þeirri mótaröð. Ef hann nær að halda því sæti yrði hann sá fyrsti í sögunni sem næði efsta sætinu á peningalistanum á PGA og Evrópumótaröðinni á sama tímabili. Donald er í efsta sæti heimslistans og þar hefur hann verið frá því í maí á þessu ári. Það eina sem skyggir á afrek Donald er sú staðreynd að hann hefur aldrei náð að vinna eitt af risamótunum, sem eru Mastersmótið, Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira