Luke Donald skrifaði nýjan kafla í golfsöguna Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. október 2011 10:45 Luke Donald náði þeim árangri að vera efstur á peningalistanum á PGA mótaröðinni. Englendingurinn er fyrsti kylfingurinn frá Evrópu sem nær þeim áfanga. AP Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum. Hinn 33 ára gamli Donald fékk sex fugla í röð á síðari 9 holunum og gerði út um vonir Webb Simpson um að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald varð að enda í einu af tveimur efstu sætunum á Children's Miracle Network Classic meistaramótinu til þess að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald sýndi tilþrif á flötunum með pútternum sem verða seint leikin eftir og sagði Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson að Donald væri einn besti púttari sögunnar. Donald hafði fyrir mótið ekki sigrað í höggleikskeppni í fimm ár í Bandaríkjunum og er þetta aðeins annar sigur hans á þessu tímabili. Hann náði þeim ótrúlega árangri að enda á meðal 10 efstu á 14 mótum af þeim 19 sem hann tók þátt í. Donald getur enn skrifað nýja kafla í golfsöguna á þessu ári. Það eru enn sex mót eftir á Evrópumótaröðinni og Donald er sem stendur í efsta sæti peningalistans á þeirri mótaröð. Ef hann nær að halda því sæti yrði hann sá fyrsti í sögunni sem næði efsta sætinu á peningalistanum á PGA og Evrópumótaröðinni á sama tímabili. Donald er í efsta sæti heimslistans og þar hefur hann verið frá því í maí á þessu ári. Það eina sem skyggir á afrek Donald er sú staðreynd að hann hefur aldrei náð að vinna eitt af risamótunum, sem eru Mastersmótið, Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið. Golf Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Leik lokið: Höttur-Stjarnan 83-86 | Hattarmenn misstu frá sér sigurinn í lokin Körfubolti Leik lokið: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Luke Donald skrifaði nýjan kafla í sögu PGA mótaraðarinnar í Bandaríkjunum í gær þegar hann tryggði sér efsta sætið á peningalista PGA. Englendingurinn er sá fyrsti frá Evrópu sem nær þeim áfanga að vera efstur á peningalistanum á bandarísku atvinnumótaröðinni. Donald tryggði sér sigur á lokamóti keppnistímabilsins með ótrúlegum lokahring þar sem hann lék á 64 höggum. Hinn 33 ára gamli Donald fékk sex fugla í röð á síðari 9 holunum og gerði út um vonir Webb Simpson um að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald varð að enda í einu af tveimur efstu sætunum á Children's Miracle Network Classic meistaramótinu til þess að ná efsta sætinu á peningalistanum. Donald sýndi tilþrif á flötunum með pútternum sem verða seint leikin eftir og sagði Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson að Donald væri einn besti púttari sögunnar. Donald hafði fyrir mótið ekki sigrað í höggleikskeppni í fimm ár í Bandaríkjunum og er þetta aðeins annar sigur hans á þessu tímabili. Hann náði þeim ótrúlega árangri að enda á meðal 10 efstu á 14 mótum af þeim 19 sem hann tók þátt í. Donald getur enn skrifað nýja kafla í golfsöguna á þessu ári. Það eru enn sex mót eftir á Evrópumótaröðinni og Donald er sem stendur í efsta sæti peningalistans á þeirri mótaröð. Ef hann nær að halda því sæti yrði hann sá fyrsti í sögunni sem næði efsta sætinu á peningalistanum á PGA og Evrópumótaröðinni á sama tímabili. Donald er í efsta sæti heimslistans og þar hefur hann verið frá því í maí á þessu ári. Það eina sem skyggir á afrek Donald er sú staðreynd að hann hefur aldrei náð að vinna eitt af risamótunum, sem eru Mastersmótið, Opna bandaríska, Opna breska og PGA meistaramótið.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Körfubolti Leik lokið: Höttur-Stjarnan 83-86 | Hattarmenn misstu frá sér sigurinn í lokin Körfubolti Leik lokið: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Körfubolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Fótbolti