Viðskipti erlent

Vonir bundnar við fundinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á fundinum um helgina.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á fundinum um helgina. mynd/ afp.
Markaðir hækkuðu í morgun vegna bjartsýni manna um að tekist hafi að finna leið til að leysa skuldavanda evruríkja. Hlutabréfamarkaðir hækkuðu í morgun og gengi evrunnar hélst stöðugt.

Fréttastofa bresku BBC stöðvarinnar segir að þótt engin afgerandi niðurstaða hafi orðið af fundi leiðtoga evruríkjanna um helgina þá hafi þeir samt komið sér saman um drög að áætlun sem þeir ætla að vinna betur með á miðvikudaginn. Leiðtogarnir samþykktu annarsvegar að þrýsta á banka til þess að verja sig gegn tapi í framtíðinni og hins vegar að styrkja björgunarsjóð evruríkjanna.

Cac vísitalan í Frakklandi og Dax vísitalan í Þýskalandi hækkuðu báðar um 0,5%. Hang Seng vísitalan í Hong Kong var 3,8% hærri þegar markaðir lokuðu þar í morgun og Nikkei vísitalan í Tokyó hækkaði um 1,9%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×