Innlent

Íslenskir björgunarsveitarmenn tilbúnir

Íslendingar hafa á að skipa gríðarlega öflugri rústabjörgunarsveit.
Íslendingar hafa á að skipa gríðarlega öflugri rústabjörgunarsveit.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur verið sett á vöktunarstig eftir jarðskjálftann í Tyrklandi. Stjórnendur sveitarinnar fylgjast með ástandinu í gegnum upplýsingaveitur Sameinuðu þjóðanna og fréttir en enn sem komið er hefur lítið borist af staðfestum upplýsingum um skaðann sem skjálftinn olli.

Fimmtán til tuttugu alþjóðlegar rústabjörgunarsveitir eru nú á vöktunarstigi eins og sú íslenska en ekki hefur komið formleg beiðni um aðstoð þeirra frá Tyrklandi.

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er skipuð björgunarsveitamönnum, læknum frá Landspítala háskólasjúkrahúsi og bráðatæknum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×