Sport

Mótorhjólakappi lést eftir slæman árekstur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marco Simoncelli á blaðamannafundi ekki fyrir löngu.
Marco Simoncelli á blaðamannafundi ekki fyrir löngu. Mynd. Getty Images
Ítalski ökuþórinn  Marco Simoncelli dó í nótt í skelfilegum árekstri í MotoGP heimsbikarnum á mótorhjólum. 

Slysið átti sér stað eftir aðeins tvo hringi, en þá féll Simoncelli niður í veg fyrir Colin Edwards og Valentino Rossi með þeim afleiðingum að sá ítalski lést.

Í árekstrinum missti Simoncelli hjálminn af höfðinu en alvarlegt höfuðmeiðsli var dánarorsökin.

Átta ár eru liðin frá síðasta dauðaslysinu á MotoGP mótaröðinni, en þá lést Daijiro Katoh frá Japan eftir slæman árekstur.

Aðeins er ein vika liðin frá því að breski ökuþórinn Dan Wheldon lést í Indianapolis 300 kappakstrinum í Las Vegas, en öryggi keppanda í akstursíþróttum þarf greinilega að endurskoða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×