Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í vikunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlutabréf hækkuðu á Wall Street.
Hlutabréf hækkuðu á Wall Street. Mynd/ afp.
Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu í vikunni. Wall Street Journal telur að helsta ástæðan sé sú að menn vonist til þess að eitthvað jákvætt komi út úr fundi helstu leiðtoga evruríkja sem fram fer á föstudaginn.

Dow Jones hækkaði um 2,3% í dag og var hækkunin í vikunni samtals 1,4%. Gott gengi McDonalds hamborgarakeðjunnar varð meðal annars til þess að ýta Dow Jones vísitölunnar upp, en markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði eftir að uppgjör þriðja ársfjórðungs var birt.

S&P vísitalan hækkaði um 1,9% og Nasdaq hækkaði um 1,5%






Fleiri fréttir

Sjá meira


×