Viðskipti erlent

Samsung toppar iPhone

Samsung er á fullri ferð og nýtur góðs af miklum vinsældum snjallsíma.
Samsung er á fullri ferð og nýtur góðs af miklum vinsældum snjallsíma.
Sala á nýjum snjallsímum frá Samsung hefur gengið fram björtustu vonum stjórnenda fyrirtækisins. Fyritækið, sem er með höfuðstöðvar í Suður-Kóreu, seldi meira en 20 milljónir eintaka af snjallsímum sínum á þriðja ársfjórðungi þessa árs, samkvæmt frásögn Wall Street Journal. Það er meiri sala en hjá bæði Apple og Nokia, að því er segir í fréttinni.

Nýjum símum Samsung hefur verið einkar vel tekið, en símarnir styðjast við Android-stýrikerfi frá Google.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×