Viðskipti erlent

Ekkert dregur úr straumi verkamanna til Danmerkur

Ekkert hefur dregið úr straumi verkamanna frá Austur Evrópu til Danmerkur þrátt fyrir kreppuna þar.

Í frétt um málið í Politiken segir að þessum verkamönnum hafi fjölgað um 69% á undanförnum þremur árum og eru þeir nú orðnir yfir 43.000 talsins. Hér er átt við verkmenn frá þeim löndum Austur Evrópu sem gengið hafa í Evrópusambandið.

Þessir verkamenn sækja einkum í byggingarvinnu en talið er að á þessu ári hafi 5.000 verkamenn komið til Danmerkur frá fyrrgreindum löndum til þess að vinna í danska byggingargeiranum og að heildarfjöldi þeirra þar nemi nú um 15.000 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×