Viðskipti innlent

Milljarðahagsmunir í húfi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslansbanki segir að varúðarreikningur bankans standi undir niðurstöðu Hæstaréttar í gengislánadómi sem kveðinn var upp í dag. Enn eigi þó eftir að greina að fullu áhrifin af niðurstöðu dómsins. Eiginfjárhlutfall bankans sé um 28% sem sé vel umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setji. Bankinn geti því tekist á við hugsanleg áhrif dómsins.

Í apríl síðastliðnum, þegar dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur, sagði Árni Jóhannsson, forstöðumaður mannvirkjasviðs hjá Samtökum iðnaðarins að milljarðahagsmunir væru í húfi vegna málsins. Hann sagðist þó ekkert geta sagt til um það hvort hundruðir eða þúsundir starfa væru í húfi.

Í samtali við fréttastofu eftir að dómurinn var kveðinn upp í dag sagði Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, dóm Hæstaréttar eyða stórum óvissuþætti margra fyrirtækja til að mynda í mannvirkjagerð. Niðurstaða Hæstaréttar létti róður margra þeirra og bæti eiginfjárstöðu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×