Viðskipti erlent

Danska stjórnin hættir við að einkavæða Dong

Danska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hætta við áformin um að einkavæða Dong hið opinbera olíu- og gasfélag landsins.

Það er stjórnarflokkurinn Radikale Venstre sem er alfarið á móti einkavæðingunni og því var hún blásin af. Flokkurinn hafði samþykkt einkavæðinguna árið 2004 þegar hægri stjórn var við völd í Danmörku en hefur nú skipt um skoðun.

Ekki er vitað með vissu hvert markaðsvirði Dong er í dag en samkvæmt frétt um málið í börsen er talið að hagnaður danska ríkisins af einkavæðingu félagsins hefði skilað um 15 milljörðum danskra króna eða yfir 300 milljörðum króna í ríkiskassann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×