Vettel stoltur að vera fyrsti sigurvegarinn í Indlandi 30. október 2011 19:43 Vettel með verðlaunagripinn sem hann fékk á Buddh brautinni í Indlandi í dag. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel. Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel.
Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira