Viðskipti erlent

Kínverjar taka yfir Saab

Saab er rótgróið sænskt fyrirtæki. Það verður formlega kínverskt innan tíðar, þó starfsemin verði að miklu leyti áfram í Svíþjóð, samkvæmt fréttum BBC.
Saab er rótgróið sænskt fyrirtæki. Það verður formlega kínverskt innan tíðar, þó starfsemin verði að miklu leyti áfram í Svíþjóð, samkvæmt fréttum BBC.
Forsvarsmenn sænska bíla- og vélaframleiðandans Saab samþykktu í dag að selja fyrirtækið til tveggja kínverskra fyrirtækja fyrir 100 milljónir evra. Fyrirtækin heita Pang Da og Youngman.

Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC í dag gildir tilboð kínversku fyrirtækjanna til 15. nóvember en fyrir þann tíma þarf að klára ýmis skilyrði svo viðskiptin geti átt sér stað formlega.

Saab hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum undanfarin misseri en fyrirtækið er í greiðslustöðvunarferli eins og mál standa nú. Vonir standa til þess að fyrirtækið öðlist nýtt líf með tilkomu nýrra eigenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×