Tottenham gæti verið komið með þrjá unga Barcelona-leikmenn í sitt lið áður en langt um líður en þrír varnarmenn úr unglingaliði Barca hafa verið orðaðir við enska úrvalsdeildarliðið að undanförnu.
Það hefur verið skrifað um það áður að Harry Redknapp hafi sýnt þeim Martin Montoya og Marc Batra áhuga en núna er vinstri bakvörðurinn Carles Planas líka kominn inn í framtíðarplön Tottenham.
Carles Planas er 20 ára og spilar eins og er með b-liði Barcelona. Hann er leikmaður með 21 árs landsliði Spánar. Planas hefur bara samning hjá Barclona til vorsins og það er ekki vitað hvort að hann fái nýjan samning.
Það er líklegt að Barcelona myndi leyfa Planas að fara ef að félagið fengi forgangsrétt að því að kaupa hann aftur eftir tvö ár. Það væri svipaður samningur og Barca gerði við Roma um Bojan Krkic.
Marc Bartra og Martin Montoya hafa báðir fengið tækifæri með aðalliði Barcelona en þeir gætu einnig verið á lausu næsta sumar.
Martin Montoya er 20 ára hægri bakvörður en Marc Bartra er 20 ára miðvörður. Allir þrír leikmennirnir eru leikmenn 21 árs landsliðs Spánar en aðeins Montoya var í Evrópumeistaraliðinu í Danmörku síðasta sumar.
Ætlar Tottenham að reyna að ná í þrjá Barcelona-stráka?
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
