Hamilton vill vinna tvö síðustu mótin 7. nóvember 2011 19:00 Lewis Hamilton, ökumaður McLaren. AP MYND: Eugene Hoshiko Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren hefur unnið tvö Formúlu 1 mót á þessu keppnistímabili og vill ljúka því með því að vinna tvö síðustu mót ársins. Fyrra mótið er í Abu Dabí um næstu helgi, á Yas Marina-brautinni, en það síðara fer fram í Brasilíu. „Ég á nokkrar frábærar minningar frá Yas Marina. Ég ræsti fremstur af stað þar árið 2009 og hafði forystu í kappakstrinum þar til ég varð að hætta vegna vandamála í bremsukerfinu. Í fyrra varð ég í öðru sæti og náði besta tíma í einstökum hring, en ég vil umbreyta þessu í sigur," sagði Hamilton um þáttöku sína í mótinu í Abú Dabí í næstu helgi. „Ég tel að við höfum ástæðu til að vera sjálfsöruggir fyrir mótið í Abu Dabí. Þessi braut ætti að henta bíl okkar og við ættum að geta hámarkað það sem stillanlegur afturvængur færir okkur og KERS-kerfið. Hvoru tveggja er hluti af styrkleika bíls okkar." „Það kann að vera að Red Bull og Sebastian (Vettel) hafi tryggt sér báða meistaratitilanna, en ég er staðráðinn í að ljúka tímabilinu í sigurvímu. Ég hef unnið tvö mót ár þessu ári og ég hefði yndi af því að tvöfalda þann árangur í lok ársins. Það væri líka góð umbun fyrir alla hjá McLaren," sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira