Bottas vonast til að hafa sannað sig fyrir Williams 17. nóvember 2011 13:21 Vallteri Bottas er 22 ára gamall og frá Finnlandi. MYND: Alastair Staley/LAT Photographic/Williams F1 Valtteri Bottas frá Finnlandi ók Williams Formúlu 1 bíl á æfingum í Abú Dabí i gær og fyrradag, en Williams liðið er enn að skoða hvaða ökumaður verður hjá liðinu á næsta ári við hlið Pastor Maldonado. Bottas er einn af mörgum ungum ökumönnum sem hefur fengið að spreyta sig á æfingum Formúlu 1 liða í Abú Dabí. Samkvæmt frétt á autosport.com í dag er Williams að spá í ýmsa kosti hvað ökumann fyrir næsta ár varðar, auk Maldonado. Rubens Barrichello, Kimi Raikkönen, Adrian Sutil og Bottas virðast allir koma til greina. Frank Williams hefur m.a. staðfest að Williams liðið hefur átt viðræður við Raikkönen, landa Bottas um að keppa með liðinu á næsta ári. Bottas hefur m.a. keppt í Formúlu 3 og GP 3 mótaröðinni. Hann telur sig ekki þurfa meiri reynslu til að vera tilbúinn að ráða sig til Formúlu 1 liðs Williams, ef hann yrði fyrir valinu og sagði eftirfarandi um frammistöðu sína í Abú Dabí. „Ég átti mjög góða daga í Abú Dabí. Þeir virtust vera ánægðir og ég var ánægður. Við náðum að ljúka öllum prófunum sem voru áætlaðar. Það er gott fyrir næsta ár", sagði Bottas. Aðspurður hvort hann hefði sýnt Williams nægilega vel hvað hann væri fær um sagði Bottas: „Ég vona það. Ég vona að ég hafi sannað mig. Það eru engar fréttir ennþá. Það hefur engin ákvörðun verið tekin", sagði Bottas. Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Valtteri Bottas frá Finnlandi ók Williams Formúlu 1 bíl á æfingum í Abú Dabí i gær og fyrradag, en Williams liðið er enn að skoða hvaða ökumaður verður hjá liðinu á næsta ári við hlið Pastor Maldonado. Bottas er einn af mörgum ungum ökumönnum sem hefur fengið að spreyta sig á æfingum Formúlu 1 liða í Abú Dabí. Samkvæmt frétt á autosport.com í dag er Williams að spá í ýmsa kosti hvað ökumann fyrir næsta ár varðar, auk Maldonado. Rubens Barrichello, Kimi Raikkönen, Adrian Sutil og Bottas virðast allir koma til greina. Frank Williams hefur m.a. staðfest að Williams liðið hefur átt viðræður við Raikkönen, landa Bottas um að keppa með liðinu á næsta ári. Bottas hefur m.a. keppt í Formúlu 3 og GP 3 mótaröðinni. Hann telur sig ekki þurfa meiri reynslu til að vera tilbúinn að ráða sig til Formúlu 1 liðs Williams, ef hann yrði fyrir valinu og sagði eftirfarandi um frammistöðu sína í Abú Dabí. „Ég átti mjög góða daga í Abú Dabí. Þeir virtust vera ánægðir og ég var ánægður. Við náðum að ljúka öllum prófunum sem voru áætlaðar. Það er gott fyrir næsta ár", sagði Bottas. Aðspurður hvort hann hefði sýnt Williams nægilega vel hvað hann væri fær um sagði Bottas: „Ég vona það. Ég vona að ég hafi sannað mig. Það eru engar fréttir ennþá. Það hefur engin ákvörðun verið tekin", sagði Bottas.
Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira