Innlent

Jónas Garðarsson: Maður er eiginlega orðlaus

Jónas Garðarsson er orðlaus.
Jónas Garðarsson er orðlaus.
„Þetta er alveg út í bláinn," segir Jónas Garðarsson, sjómaður til fjölda ára og formaður samninganefndar Sjómannafélags Íslands og fyrrverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, um dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær, þar sem fjórir skipverjar voru dæmdir fyrir að níðast á þrettán ára dreng með kvikindislegum hætti.

Spurður hvort hann kannist við annað eins ofbeldi og lýst er í dómnum svarar Jónas: „Ég hef aldrei heyrt um svona lagað. Það kannast enginn við svona lagað."

Í dóminum lýsa skipverjarnir, sem allir voru dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, að þeir hafi ekki níðst á drengnum í kynferðislegum tilgangi, heldur hafi verið um „væga busun" að ræða.

Þó kemur skýrt fram í sálfræðiviðtölum sem tekin voru við drenginn að honum hafi liðið vægast sagt illa og jafnvel óttast um eigið líf, enda fastur í tíu daga veiðitúr með kvölurum sínum.

Faðir drengsins var með honum á bátnum, en fátt bendir til þess að hann hafi vitað af ofbeldinu. Hann varð einu sinni vitni af því þegar einn sjómaðurinn níðist á honum, og reiddist þá mjög. Hann slökkti einnig á klámmynd sem einn sjómannanna sýndi drengnum.

Jónas segir umgengni við nýja menn á skipum, í það minnsta á þeim skipum sem hann hefur unnið á, mótast af virðingu. „Það er vel hugsað um þá. Það er helst að menn séu að reyna að kenna þeim eitthvað," bætir Jónas við.

Hann segist heyra ýmislegt sem gengur á í skipaflota landsins en ekkert komist í líkingu við þetta mál.

„Maður er eiginlega orðlaus," segir Jónas um framferði sjómannanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×