Fjórir sjómenn níddust á þrettán ára dreng: "Var svona væg busun“ 15. nóvember 2011 11:01 Myndin er úr safni. Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. Einn mannanna er meðal annars dæmdur fyrir að hafa „pungað" drenginn. Þá var hann staddur í stýrihúsinu. Sá dæmdi sagði þá: „Pungum hann". Drengurinn vissi ekki hvað það væri, en sá dæmdi beraði kynfæri sín og otaði þeim að andliti drengsins, sem kom sér undan með því að slá í kynfærin. Þá var einn hinna dæmdu ákærður fyrir að taka í fætur drengsins og halda honum á hvolfi yfir borðstokknum, milli skips og bryggju og hætta ekki fyrr en drengurinn hafði sagt að hinn dæmdi væri bestur. Hann var hinsvegar sýknaður af þeim ákæruliði. Þá greindi drengurinn einnig frá því að eitt sinn, þegar hann var að gera að fiski, beygði hann sig niður vegna þess að hann var að fara að æla af sjóveiki. Þá kom einn hinna dæmdu og potaði fingri sínum í rass drengsins. Drengurinn segir að faðir hans hafi séð þetta og orðið reiður, en sama dag fór drengurinn heim. Þrjú sálfræðiviðtöl voru tekin við drenginn. Í vottorðinu kemur meðal annars fram að sjóferðin hafi tekið verulega á drenginn. Hann hafi verið sjóveikur allan tímann og grín gert að honum vegna þess. Hann hafi verið niðurlægður með orðum og gerðum og hann hafi þurft að þola ýmsa áreitni sem hafi bæði meitt hann, niðurlægt og gert hann verulega hræddan, jafnvel um líf sitt. Hann hafi stöðugt þurft að vera á varðbergi og viðbúinn hverju sem væri, en það væru mjög kvíðavekjandi aðstæður. Hann hafi upplifað algert hjálparleysi þar sem hann hafi ekki ráðið líkamlega við skipverjana og verið hættur að búast við því að einhver kæmi honum til bjargar, þar sem þeir hefðu allir brugðist honum að því leyti. Einn sjómannanna sagði að stemningin um borð hefði verið þannig að menn hafi til dæmis verið að rassskella hver annan eða þykjast „ríða" hver öðrum. Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það verið blótað. Þá sagði ákærði að framkoma manna gagnvart drengnum hafi verið grín, en það hefði kannski mátt sleppa einhverjum atriðum. Þetta hefði verið „svona væg busun" og hún hafi alls ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Tveir af hinum dæmdu skulu sæta 45 daga fangelsi en refsing fellur niður haldi þeir skilorð í tvö ár. Sá þriðji skal sæta 60 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður tveimur árum síðar. Sá fjórði skal sæta fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Fjórir sjómenn hafa verið dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að beita þrettán ára dreng kynferðislegu ofbeldi í tíu daga veiðiferð með skipi. Faðir drengsins var einnig á skipinu. Einn mannanna er meðal annars dæmdur fyrir að hafa „pungað" drenginn. Þá var hann staddur í stýrihúsinu. Sá dæmdi sagði þá: „Pungum hann". Drengurinn vissi ekki hvað það væri, en sá dæmdi beraði kynfæri sín og otaði þeim að andliti drengsins, sem kom sér undan með því að slá í kynfærin. Þá var einn hinna dæmdu ákærður fyrir að taka í fætur drengsins og halda honum á hvolfi yfir borðstokknum, milli skips og bryggju og hætta ekki fyrr en drengurinn hafði sagt að hinn dæmdi væri bestur. Hann var hinsvegar sýknaður af þeim ákæruliði. Þá greindi drengurinn einnig frá því að eitt sinn, þegar hann var að gera að fiski, beygði hann sig niður vegna þess að hann var að fara að æla af sjóveiki. Þá kom einn hinna dæmdu og potaði fingri sínum í rass drengsins. Drengurinn segir að faðir hans hafi séð þetta og orðið reiður, en sama dag fór drengurinn heim. Þrjú sálfræðiviðtöl voru tekin við drenginn. Í vottorðinu kemur meðal annars fram að sjóferðin hafi tekið verulega á drenginn. Hann hafi verið sjóveikur allan tímann og grín gert að honum vegna þess. Hann hafi verið niðurlægður með orðum og gerðum og hann hafi þurft að þola ýmsa áreitni sem hafi bæði meitt hann, niðurlægt og gert hann verulega hræddan, jafnvel um líf sitt. Hann hafi stöðugt þurft að vera á varðbergi og viðbúinn hverju sem væri, en það væru mjög kvíðavekjandi aðstæður. Hann hafi upplifað algert hjálparleysi þar sem hann hafi ekki ráðið líkamlega við skipverjana og verið hættur að búast við því að einhver kæmi honum til bjargar, þar sem þeir hefðu allir brugðist honum að því leyti. Einn sjómannanna sagði að stemningin um borð hefði verið þannig að menn hafi til dæmis verið að rassskella hver annan eða þykjast „ríða" hver öðrum. Munnsöfnuður manna hafi verið grófur og það verið blótað. Þá sagði ákærði að framkoma manna gagnvart drengnum hafi verið grín, en það hefði kannski mátt sleppa einhverjum atriðum. Þetta hefði verið „svona væg busun" og hún hafi alls ekki verið í kynferðislegum tilgangi. Tveir af hinum dæmdu skulu sæta 45 daga fangelsi en refsing fellur niður haldi þeir skilorð í tvö ár. Sá þriðji skal sæta 60 daga fangelsi en fresta skal fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður tveimur árum síðar. Sá fjórði skal sæta fangelsi í þrjá mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún fellur niður haldi hann skilorð í tvö ár.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira