Whitmarsh: Frábært að sjá báða ökumenn McLaren á verðlaunapallinum 14. nóvember 2011 13:30 McLaren liðið fagnar sigrinum í Abú Dabí í gær, en móðir Hamilton er við hlið hans. Hamilton tileinkaði henni sigurinn í gær. AP MYND: MCLAREN F1 Lewis Hamilton vann sinn sautjánda sigur með McLaren í gær, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í gær. Martin Whitmarsh, yfirmaður liðsins segir að Hamilton hafi ekið óaðfinnanlega, en liðsfélagi hans Jenson Button varð þriðji í keppninni. Hamilton hefur eingöngu ekið með McLaren í Formúlu 1 og hafði áður unnið tvö mót á árinu, en McLaren liðið hefur samtals unnið sex mót. Hamilton náði því marki í gær að leiða þúsundasta hringinn í Formúlu 1 og er einn af sautján ökumönnum sem hafa gert slíkt í íþróttinni. „Hamilton ók algjörlega óaðfinnanlega og náði forystu í annarri beygju og hélt bilinu milli sín og Fernando Alonso af fullkominni fagmennsku í 54 hringi. Til að einfalda þetta, þá var hann afburðarsnjall í dag," sagði Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren eftir keppnina í gær. „Button keyrði keyrði líka framúrskarandi vel í keppninni og hafði mikið fyrir því að ná þriðja sæti og líka í 15 verðmæt stig í stigamóti ökumanna og hélt þannig öðru sætinu stigalistannum." Einhver bilun var um tíma í KERS-kerfinu á bíl Button í mótinu í gær, sem varð til þess að hann hafði ekki auka hestöflin sem hægt var að fá útúr vélinni með notkun þess í hverjum hring. „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá báða ökumenn McLaren á saman á verðlaunapallinum og ég er sérstaklega glaður fyrir hönd Hamilton, en líka Button og liðsins í heild. Þetta var sautjándi sigur Hamilton og hann hefur náð þeim öllum með McLaren og sá þriðji í ár." Í frétt á autosport.com í dag um sigur Hamilton sagði Whitmarsh meðal annars: „Þetta var mikilvægur sigur, en þeir eru það allir. Ég tel að hann (Hamilton) hafði verið öflugur alla helgina og hann kom hingað með rétta hugarfarið og var einbeittur," sagði Whitmarsh í fréttinni. „Það var gott fyrir Hamilton að endurstilla hugsanaganginn. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir hann. Hann hefur unnið verk sitt vel hérna og mun einbeita sér að því jákvæða sem út úr því kom." Formúla Íþróttir Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Lewis Hamilton vann sinn sautjánda sigur með McLaren í gær, þegar hann kom fyrstur í endamark í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í gær. Martin Whitmarsh, yfirmaður liðsins segir að Hamilton hafi ekið óaðfinnanlega, en liðsfélagi hans Jenson Button varð þriðji í keppninni. Hamilton hefur eingöngu ekið með McLaren í Formúlu 1 og hafði áður unnið tvö mót á árinu, en McLaren liðið hefur samtals unnið sex mót. Hamilton náði því marki í gær að leiða þúsundasta hringinn í Formúlu 1 og er einn af sautján ökumönnum sem hafa gert slíkt í íþróttinni. „Hamilton ók algjörlega óaðfinnanlega og náði forystu í annarri beygju og hélt bilinu milli sín og Fernando Alonso af fullkominni fagmennsku í 54 hringi. Til að einfalda þetta, þá var hann afburðarsnjall í dag," sagði Whitmarsh í fréttatilkynningu frá McLaren eftir keppnina í gær. „Button keyrði keyrði líka framúrskarandi vel í keppninni og hafði mikið fyrir því að ná þriðja sæti og líka í 15 verðmæt stig í stigamóti ökumanna og hélt þannig öðru sætinu stigalistannum." Einhver bilun var um tíma í KERS-kerfinu á bíl Button í mótinu í gær, sem varð til þess að hann hafði ekki auka hestöflin sem hægt var að fá útúr vélinni með notkun þess í hverjum hring. „Það er alltaf frábær tilfinning að sjá báða ökumenn McLaren á saman á verðlaunapallinum og ég er sérstaklega glaður fyrir hönd Hamilton, en líka Button og liðsins í heild. Þetta var sautjándi sigur Hamilton og hann hefur náð þeim öllum með McLaren og sá þriðji í ár." Í frétt á autosport.com í dag um sigur Hamilton sagði Whitmarsh meðal annars: „Þetta var mikilvægur sigur, en þeir eru það allir. Ég tel að hann (Hamilton) hafði verið öflugur alla helgina og hann kom hingað með rétta hugarfarið og var einbeittur," sagði Whitmarsh í fréttinni. „Það var gott fyrir Hamilton að endurstilla hugsanaganginn. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir hann. Hann hefur unnið verk sitt vel hérna og mun einbeita sér að því jákvæða sem út úr því kom."
Formúla Íþróttir Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira