Alonso vill huga að næsta keppnistímabili sem fyrst 13. nóvember 2011 22:47 Fernando Alonso, Andy Latham, Lewis Hamilton og Jenson Button á verðlaunapallinum í Abú Dabí í dag. AP MYND: HASSAN AMMAR Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um akstur í tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton. „Í reyndi af kappi alla keppnina. Þetta var keppni í kapp við klukkuna. Ég ók tímatökuhring í hverjum hring til að reyna að minnka bilið", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso náði ekki að skáka Hamilton og kom rúmlega átta sekúndum á eftir honum í endamark. Alonso hefur unnið eitt mót á árinu og það var á Silverstone brautinni. Hann er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og á möguleika á því að ná öðru sætinu af Jenson Button, sem er tíu stigum ofar í stigatöflunni þegar eitt mót er eftir. Það er í Brasilíu eftir hálfan mánuð. „Satt að segja vill ég ljúka síðasta mótinu og hugsa um 2012 sem fyrst. Ekki það að ég vilji gleyma þessu ári, því árið hefur verið nokkuð gott hjá liðinu. Við höfum bætt okkur frá síðasta ári, en við náðum ekki að berjast um meistaratitilinn," sagði Alonso. Hann varð heimsmeistari ökumanna 2005 og 2006 með Renault og er með samning við Ferrari til lok ársins 2016. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa náði fimmta sæti í keppninni í dag og er með samning við Ferrari á næsta ári. Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um akstur í tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton. „Í reyndi af kappi alla keppnina. Þetta var keppni í kapp við klukkuna. Ég ók tímatökuhring í hverjum hring til að reyna að minnka bilið", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso náði ekki að skáka Hamilton og kom rúmlega átta sekúndum á eftir honum í endamark. Alonso hefur unnið eitt mót á árinu og það var á Silverstone brautinni. Hann er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og á möguleika á því að ná öðru sætinu af Jenson Button, sem er tíu stigum ofar í stigatöflunni þegar eitt mót er eftir. Það er í Brasilíu eftir hálfan mánuð. „Satt að segja vill ég ljúka síðasta mótinu og hugsa um 2012 sem fyrst. Ekki það að ég vilji gleyma þessu ári, því árið hefur verið nokkuð gott hjá liðinu. Við höfum bætt okkur frá síðasta ári, en við náðum ekki að berjast um meistaratitilinn," sagði Alonso. Hann varð heimsmeistari ökumanna 2005 og 2006 með Renault og er með samning við Ferrari til lok ársins 2016. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa náði fimmta sæti í keppninni í dag og er með samning við Ferrari á næsta ári.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira