Fótbolti

Christian Eriksen hjá Ajax: Það dreymir alla leikmenn um Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Christian Eriksen, lengsti til hægri, fagnar marki með Kolbein Sigþórssyni og Miralem Sulejmani.
Christian Eriksen, lengsti til hægri, fagnar marki með Kolbein Sigþórssyni og Miralem Sulejmani. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen hefur spilað afar vel með Ajax og danska landsliðinu á tímabilinu og hefur í kjölfarið verið orðaður við Barcelona sem hugsanlegur eftirmaður Xavi í framíðinni.

„Það dreymir alla leikmenn um að spila með Barcelona," sagði Christian Eriksen í viðtali við vefsíðuna sporten.dk en hann er enn bara 19 ára gamall.

„Ég tel að leikstíll Barcelona myndi henta mér mjög vel og það væri frábært að fara á Camp Nou. Ég á samt nóg eftir af áskorunum hjá Ajax en við skulum sjá til hvað gerist þegar ég tel að það sér rétti tími til að færa mig um set," sagði Eriksen.

Manchester City reyndi að fá Eriksen í sumar en hann vildi ekki fara til enska liðsins. Manchester United, Arsenal og Chelsea hafa líka öll áhuga á honum enda einn efnilegasti knattspyrnumaður Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×