Framsóknarmerkið tilvísun í þjóðrembu Jónasar frá Hriflu 11. nóvember 2011 11:59 Goddur og Framsóknarmerkið. "Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
"Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira