Innlent

Harmleikur á Hótel Frón: Móðirin neitar sök

Vegfarandi lagði blómvönd við Hótel Frón  í byrjun júlí í til minningar um barnið sem lést.
Vegfarandi lagði blómvönd við Hótel Frón í byrjun júlí í til minningar um barnið sem lést. mynd/stöð2
Mál gegn ungri konu, sem skildi nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í sumar, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Konan er ákærð fyrir manndráp af ásetningi og til vara fyrir að deyða barn sitt í fæðingu. Konan neitaði sök við þingfestinguna.

Það var í byrjun júlí í sumar sem konan, sem er frá Litháen og var starfsmaður hótelsins, skildi barnið eftir í ruslageymslu við hótelið á Laugavegi. Niðurstöður krufningar leiddu í ljós að barnið var á lífi og heilbrigt þegar það fæddist en konan er talin bera ábyrgð á andláti þess.

Konan mætti í dómsal í morgun en hún er í farbanni. Ef hún hún verður fundin sek fyrir manndráp af ásetningi á hún yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort að réttarhaldið verði opið eða lokað.

Konan er ein ákærð í málinu og þar með ein talin hafa borið ábyrgð á dauða barnsins. Hún var metin sakhæf. Fyrrverandi sambýlismaður konunnar, sem einnig er frá Litháen og feðraði barnið án þess að hafa vitað af því, er ekki ákærður og hefur fengið tilkynningu þess efnis að hann sé ekki grunaður í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×