Kimi Raikkönen keppir aftur í Formúlu 1 2012 29. nóvember 2011 09:42 Kimi Raikkönen keppir með Lotus Renault liðinu á næstu tvö keppnistímabilin. MYND: REnault Finninn Kimi Raikkönen, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur samið við Renault liðið um keppa með því næstu tvö árin. Raikkönen varð heimsmeistari með Ferrari árið 2007, en hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og hefur keppt í rallakstri síðan. Raikkönen skrifaði undir tveggja ára samning við Renault liðið, sem mun heita Lotus Renault á næsta ári eftir nafnabreytingu sem FIA hefur gefið leyfi fyrir. Liðið er í eigu Geni Capital fyrirtækisins og ökumenn liðsins á þessu ári voru Vitaly Petrov, Nick Heidfeld og Bruno Senna sem tók við sæti Heidfeld á tímabilinu. Liðið er staðsett í Enstone í Bretlandi og er í samstarfi við Lotus sportbílaframleiðandann breska. „Ég er hæstánægður að vera koma aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé og þakklátur Lotus Renault fyrir að bjóða mér þetta tækifæri", sagði Raikkönen í fréttatilkynningu frá liðinu. „Tíminn minn í heimsmeistarakeppninni í rallakstri hefur verið mér notadrjúgur sem ökumaður, en hungur mitt í Formúlu 1 var yfirþyrmandi. Það var auðvelt val að mæta aftur til leiks með Lotus Renault, af því ég hef verið hrifinn af metnaði liðsins. Núna hlakka ég til að spila stóran þátt í að koma liðinu í fremstu röð", sagði Raikkönen. Gérard Lopez stjórnarformaður Geni Capital sem á liðið sem Raikkönen mun keppa með segir að liðið vilji tryggja að það geti fljótlega keppt á toppnum. Lopez sagði eftirfarandi um samningin við Raikkönen: „Allt þetta ár höfum við sagt að liðið okkar væri að hefja nýja tíma. Að tjaldabaki höfum við unnið hörðum höndum að því að byggja grunn að árangursríku skipulagi og að tryggja að við getum fljótlega keppt á toppnum. Ákvörðun Raikkönen að mæta aftur í Formúlu 1 með okkur er fyrsta skrefið af nokkrum sem við ætlum að tilkynna, sem ætti að gera okkur samkeppnisfærari í framtíðinni. Auðvitað hlakkar okkur til að vinna með meistara. Fyrir hönd liðs okkar langar okkur að bjóða Raikkönen velkominn til Enstone, sem er staður sem hefur alltaf hlutina á mannlega hátt í Formúlu 1." Raikkönen hefur unnið 18 Formúlu 1 mót á ferlinum og 16 sinnum náð besta tíma í tímatöku. Hann hóf ferillinn í Formúlu 1 með Sauber liðinu árið 2001, en gekk síðan til liðs við McLaren árið eftir. Raikkönen keppti með McLaren til loka ársins 2006, en fór síðan til Ferrari og varð meistari með liðinu 2007. Hann hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009. Formúla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Finninn Kimi Raikkönen, fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1, hefur samið við Renault liðið um keppa með því næstu tvö árin. Raikkönen varð heimsmeistari með Ferrari árið 2007, en hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og hefur keppt í rallakstri síðan. Raikkönen skrifaði undir tveggja ára samning við Renault liðið, sem mun heita Lotus Renault á næsta ári eftir nafnabreytingu sem FIA hefur gefið leyfi fyrir. Liðið er í eigu Geni Capital fyrirtækisins og ökumenn liðsins á þessu ári voru Vitaly Petrov, Nick Heidfeld og Bruno Senna sem tók við sæti Heidfeld á tímabilinu. Liðið er staðsett í Enstone í Bretlandi og er í samstarfi við Lotus sportbílaframleiðandann breska. „Ég er hæstánægður að vera koma aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé og þakklátur Lotus Renault fyrir að bjóða mér þetta tækifæri", sagði Raikkönen í fréttatilkynningu frá liðinu. „Tíminn minn í heimsmeistarakeppninni í rallakstri hefur verið mér notadrjúgur sem ökumaður, en hungur mitt í Formúlu 1 var yfirþyrmandi. Það var auðvelt val að mæta aftur til leiks með Lotus Renault, af því ég hef verið hrifinn af metnaði liðsins. Núna hlakka ég til að spila stóran þátt í að koma liðinu í fremstu röð", sagði Raikkönen. Gérard Lopez stjórnarformaður Geni Capital sem á liðið sem Raikkönen mun keppa með segir að liðið vilji tryggja að það geti fljótlega keppt á toppnum. Lopez sagði eftirfarandi um samningin við Raikkönen: „Allt þetta ár höfum við sagt að liðið okkar væri að hefja nýja tíma. Að tjaldabaki höfum við unnið hörðum höndum að því að byggja grunn að árangursríku skipulagi og að tryggja að við getum fljótlega keppt á toppnum. Ákvörðun Raikkönen að mæta aftur í Formúlu 1 með okkur er fyrsta skrefið af nokkrum sem við ætlum að tilkynna, sem ætti að gera okkur samkeppnisfærari í framtíðinni. Auðvitað hlakkar okkur til að vinna með meistara. Fyrir hönd liðs okkar langar okkur að bjóða Raikkönen velkominn til Enstone, sem er staður sem hefur alltaf hlutina á mannlega hátt í Formúlu 1." Raikkönen hefur unnið 18 Formúlu 1 mót á ferlinum og 16 sinnum náð besta tíma í tímatöku. Hann hóf ferillinn í Formúlu 1 með Sauber liðinu árið 2001, en gekk síðan til liðs við McLaren árið eftir. Raikkönen keppti með McLaren til loka ársins 2006, en fór síðan til Ferrari og varð meistari með liðinu 2007. Hann hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009.
Formúla Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira