Erlent

Svetlana dóttir Josefs Stalin er látin

Svetlana Stalina, eina dóttir Josefs Stalin fyrrum einræðisherra Sovétríkjanna, lést úr krabbameini í síðustu viku, 85 ára að aldri.

Svetlana tók sér eftirnafnið Alliujeva árið 1953 í kjölfar andláts Stalíns og fordæmingar á gjörðum hans í framhaldinu. Svetlana flúði til Bandaríkjanna árið 1967 og hélt síðan uppi harðri gagnrýni á Sovétríkin.

Árið 1970 skrifti hún enn um nafn og tók upp eftirnafnið Peters eftir að hún giftist arkitektnum Wesley Peters. Hún losnaði þó aldrei undan skugga föður síns og í blaðaviðtali í fyrra sagðist hún vera ánægð með að búa í Bandaríkjunum en að faðir hennar hefði eyðilagt líf sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×