Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber 28. nóvember 2011 22:00 Sebastian Vettel og Mark Webber fagna hvor öðrum eftir að þeir komu í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í gær. MYND: Getty Images/Paul Gilham Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. „Mér finnst frábært að Webber vann mót. Ég held að það hefði verið mjög, mjög erfitt fyrir hann að fara inn í veturinn, eftir að Vettel hefur unnið ellefu mót og ef hann hefði ekkert mót unnið," sagði Horner í frétt á autosport.com um mál Webber. Horner vill meina að það hafi verið gott fyrir Webber að vinna lokamótið og að það væri gott veganesti inn í veturinn, þegar hann færi yfir liðið keppnistímabil. Vettel náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku á árinu og aðrir ökumenn stóðust honum ekki snúning í kapphlaupinu um meistaratitilinn. Webber ók samskonar bíl og Vettel með Red Bull liðinu, en það dugði ekki til. „Hann (Webber) hefur verið að keppa gegn liðsfélaga í einstæðu formi sem hefur starfað á háu plani og sigurinn mun auka sjálfstraust hans. Þetta er fyrsti sigur hans síðan í Ungverjalandi í fyrra og hann er þriðji í stigamótinu. Vonandi fer hann inn í veturinn, slakar á, endurhleður batteríin og kemur öflugri til baka 2012," sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. „Mér finnst frábært að Webber vann mót. Ég held að það hefði verið mjög, mjög erfitt fyrir hann að fara inn í veturinn, eftir að Vettel hefur unnið ellefu mót og ef hann hefði ekkert mót unnið," sagði Horner í frétt á autosport.com um mál Webber. Horner vill meina að það hafi verið gott fyrir Webber að vinna lokamótið og að það væri gott veganesti inn í veturinn, þegar hann færi yfir liðið keppnistímabil. Vettel náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku á árinu og aðrir ökumenn stóðust honum ekki snúning í kapphlaupinu um meistaratitilinn. Webber ók samskonar bíl og Vettel með Red Bull liðinu, en það dugði ekki til. „Hann (Webber) hefur verið að keppa gegn liðsfélaga í einstæðu formi sem hefur starfað á háu plani og sigurinn mun auka sjálfstraust hans. Þetta er fyrsti sigur hans síðan í Ungverjalandi í fyrra og hann er þriðji í stigamótinu. Vonandi fer hann inn í veturinn, slakar á, endurhleður batteríin og kemur öflugri til baka 2012," sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira