Umfjöllun og viðtöl: Grótta - HK 21-30 Elvar Geir Magnússon á Seltjarnarnesi skrifar 24. nóvember 2011 14:25 HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
HK vann öruggan skyldusigur á Gróttu á Seltjarnarnesinu í N1 deild karla í kvöld, 30-21. Kópavogsliðið lagði grunninn að sigrinum strax í byrjun með því að skora fimm fyrstu mörkin og varð leikurinn aldrei spennandi. Munurinn í hálfleik var níu mörk rétt eins og í leikslok. Gróttuliðið hefur því tapað átta leikjum í röð og er áfram límd við botninn. Eins og við var búist var vinnudagurinn þægilegur á skrifstofunni hjá HK að þessu inni. Gróttuliðið gaf engar vísbendingar þess efnis að það eigi raunhæfa möguleika á að halda sér í deildinni. Leikmenn virkuðu eins og þeir hefðu enga trú á verkefninu frá fyrstu mínútu. Þeir áttu nokkrar rispur en ástæða þess að seinni hálfleikurinn endaði með jafntefli var fremur sú að HK-ingar slökuðu á klónni en að heimamenn væru eitthvað öflugir. Þjálfarar HK gátu leyft sér að rúlla vel á mannskapnum og fyrirhafnarlítill sigur varð raunin.Lárus Helgi: Vondu kaflarnir eru of langir „Þessi leikur var bara búinn eftir einhverjar tíu mínútur," sagði markvörðurinn Lárus Helgi Ólafsson hjá Gróttu eftir leikinn. „Við náðum aðeins að koma til baka eftir að hafa lent 5-0 undir og minnkuðum muninn í tvö mörk. Eins og oftar í vetur fer þá fókusinn, við erum ekki að halda einbeitingu nægilega lengi. Vondu kaflarnir eru alltof langir." Það er eðlilegt að maður spyrji hvort trúin sé ekki til staðar í Gróttuliðinu? „Menn segjast allavega hafa trúna, menn eru bara ekki að gera það sem þeir eru að tala um. Menn verða að ná að peppa sig meira inn í þetta." „Ef við ætlum að spila svona hirðum við ekki mörg stig í vetur. Við verðum að fá trúna." Lárus hefur trú á því að Grótta geti haldið sæti sínu. „Við eigum tvo leiki eftir á móti Aftureldingu og það gæti nægt okkur bara að vinna á. Ég skal lofa þér því að við munum taka 1-2 leiki þess utan. Það þýðir ekkert að gefast upp. Það er erfitt að rífa sig upp."Kristinn: Héldum þessu þægilegu „Það er oft erfitt að spila þessa leiki sem búist er við að þú vinnir," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara HK, eftir leikinn. „Maður hræddist að þetta eitthvað vesen en við byrjuðum leikinn mjög vel og eftir það var þetta ekkert vesen. Menn mættu klárir til leiks." HK hafði tapað tveimur leikjum á undan þessum og segir Kristinn að það hafi því ekki verið erfitt að fá menn til að mæta með rétta hugarfarið. „Menn höfðu mikinn áhuga á að reka af sér slyðruorðið og voru ákveðnir í að gera betur til að koma sér aftur á skrið," Kristinn var rólegri á bekknum en oft áður í gær. „Ég er alltaf rólegur!" sagði hann og brosti. „Við héldum þessu þægilegu í dag. Við náðum að rúlla mikið mannskapnum og ég er bara ánægður." En telur Kristinn að Grótta eigi raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu? „Það þarf mikið að breytast ef það á að gerast. Þeir verða að fá trú á því sem þeir eru að gera og þeir geta ekki mætt til leiks eins og þeir gerðu hérna. Þeir hafa ákveðna hluti fram að færa, leggja sig fram allan tímann og ef þeir halda sig við ákveðið skipulag og bæta sig leik frá leik þá er möguleiki." Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplsýingar um framvindu leiksins, tölfræði, leikmannahópi liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira