Innlent

Nafnlausi flokkurinn óskar eftir tillögum

Nýtt stjórnmálaafl undir forystu Heiðu Kristínar Helgadóttur og Guðmundar Steingrímssonar, hélt blaðamannafund í Norræna húsinu klukkan tvö í dag.

Þar tilkynntu þau að stjórnmálaaflið myndi bjóða sig fram fyrir næstu þingkosningar auk þess sem nýrri heimasíðu var hleypt af stokkunum þar sem flokkurinn, eða aflið, eða hópurinn eða partýið, „eða bara eitthvað" eins og segir á heimasíðunni, óskar eftir tillögum að nafni.

Svo segir í yfirlýsingu á heimasíðunni að flokkurinn vilji vera opinn vettvangur eða farvegur fyrir vel meinandi einstaklinga til þess að hafa áhrif á samfélag sitt.

„Við viljum grænt hagkerfi sem skapar fullt af fólki atvinnu, góða skóla og heilbrigðiskerfi, arðbæra og sjálfbæra nýtingu auðlindanna okkar, stöðugt efnahagslíf, óttalausa samvinnu við aðrar þjóðir, víðsýni, lýðræði, frjálslyndi, frið og mannúð," segir ennfremur á heimasíðunni. Á fundinum lýstu þau Heiða Kristín og Guðmundur því meðal annars yfir að þau væru fylgjandi aðildarviðræðum Íslands við ESB.

Sá sem á bestu hugmyndina að nafni fær mögulega vegleg verðlaun eins og það er orðað á heimasíðunni, sem má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×