Tiger í stuði og kominn með þriggja högga forskot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2011 11:00 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Þetta er annað mótið í röð sem Tiger er með forystu eftir annan hring en hann klúðraði opna ástralska mótinu fyrir þremur vikum síðan með því að spila mjög illa á þriðja hring. „Ég vil vera í forystu eftir fjóra daga," sagði Tiger Woods sem hefur ekki náð að vinna í 26 mótum í röð eða allt síðan að hann vann ástralska Mastersmótið í nóvember 2009. „Ég er núna búinn að spila mjög vel í tveimur mótum í röð. Það er gott að vera efstur eftir tvo daga en enn betra að vera efstur eftir fjóra. Ég veit að ég er að spila betur og það er gaman að sjá það koma fram á stöðutöflunni," sagði Woods. Tiger hefur leikið fyrstu 36 holurnar á 136 höggum eða átta undir pari. Hann er með þriggja högga forskot á þá Matt Kuchar og K.J. Choi en sá síðarnefndi var þremur höggum á undan Woods eftir fyrsta daginn. Golf Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods sýndi snilli sína í nótt og var í miklu stuði á öðrum hringnum á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Woods lék annan hringinn á 67 höggum eða fimm höggum undir pari. Hann hefur þriggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Þetta er annað mótið í röð sem Tiger er með forystu eftir annan hring en hann klúðraði opna ástralska mótinu fyrir þremur vikum síðan með því að spila mjög illa á þriðja hring. „Ég vil vera í forystu eftir fjóra daga," sagði Tiger Woods sem hefur ekki náð að vinna í 26 mótum í röð eða allt síðan að hann vann ástralska Mastersmótið í nóvember 2009. „Ég er núna búinn að spila mjög vel í tveimur mótum í röð. Það er gott að vera efstur eftir tvo daga en enn betra að vera efstur eftir fjóra. Ég veit að ég er að spila betur og það er gaman að sjá það koma fram á stöðutöflunni," sagði Woods. Tiger hefur leikið fyrstu 36 holurnar á 136 höggum eða átta undir pari. Hann er með þriggja högga forskot á þá Matt Kuchar og K.J. Choi en sá síðarnefndi var þremur höggum á undan Woods eftir fyrsta daginn.
Golf Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira