Fótbolti

David Villa: Ég ætla að ná úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í maí

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Villa.
David Villa. Mynd/AP
David Villa mun ekki spila með Barcelona næstu fimm mánuðina eftir að hafa hann fótbrotnaði í undanúrslitaleiknum á HM félagsliða í gær en Barcelona vann þá 4-0 sigur á Al Sadd frá Katar.

Tímabilið er í milli hættu hjá David Villa og það er langt frá því að vera öruggt að hann geti spilað með spænska landsliðinu á EM næsta sumar en Villa er markahæsti landsliðsmaður Spánverja frá upphafi með 51 mark í 82 leikjum.

„Þessi meiðsli eru mikið áfall en ég er sannfærður um að ég verði fljótur að ná mér," skrifaði David Villa á fésbókarsíðu sína. Hann er "bara" búinn að skora 9 mörk í 23 leikjum í öllum keppnum með Barcelona á þessu tímabili og það voru um tíma vangaveltur um að hann yrði seldur frá félaginu í janúar.

„Ég hugsa um það að ná úrslitaleiknum í Meistaradeildinni í maí og vera með á EM. Ég veit að liðsfélagarnir munu sjá til þess að við verðum í þessum leik í München. Ég mun leggja mikið á mig til þess að ná mér sem fyrst," bætti Villa við í færslunni sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×