Húsavík efst á óskalista PCC fyrir kísilver 13. desember 2011 18:55 Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. PCC er með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi og það segir sitt um þann þunga sem félagið leggur nú í verkefnið að það sendi tvo fulltrúa sína með einkaþotu til Íslands í morgun til fundar við Þingeyinga. Cessna Citation-þotan lenti á Akureyrarflugvelli á ellefta tímanum en fundurinn á Húsavík hófst klukkan hálfsex í kvöld. Þar eru kynnt áform, sem - ef af verður, - valda straumhvörfum í atvinnu- og byggðamálum Norðurlands. PCC var með þrjú lönd til skoðunar undir verksmiðjuna en nú er Ísland orðið fyrsta val, eins og fram kom á Akureyrarflugvelli í viðtali Hildu Jönu Gísladóttur frá N4 við Sabine König málmverkfræðing, fulltrúa PCC. „Þegar við komum hingað höfðum við skoðað ýmsa staði og eftir að hafa talað við ýmsa aðila sem myndu taka þátt í þessu verkefni á Íslandi komumst við að þeirri niðurstöðu að Húsavík yrði staðurinn þar sem fyrsta hagkvæmnisathugunin færi fram," sagði Sabine König. En hvenær gæti ákvörðun PCC legið fyrir og hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Við teljum að það gæti verið raunhæft að byrja 2013," svarar Sabine og vonast til hægt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði. Framkvæmdir við bæði kísilverksmiðju og virkjanir kalla á mörghundruð störf fyrir norðan og þegar rekstur hefst verða til 120 til 150 störf á Bakka. „Þetta er fjárfesting upp á rúmlega hundrað milljónir evra svo þarna er um mikil verðmæti að ræða," segir fulltrúi PCC. Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Ráðamenn þýska félagsins PCC sitja þessa stundina á íbúafundi á Húsavík um kísilmálmverksmiðju en Ísland er nú fyrsti valkostur af þremur sem fyrirtæki hafði til skoðunar. Þeir vonast til að unnt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði og að framkvæmdir hefjist á árinu 2013. PCC er með höfuðstöðvar í Duisburg í Þýskalandi og það segir sitt um þann þunga sem félagið leggur nú í verkefnið að það sendi tvo fulltrúa sína með einkaþotu til Íslands í morgun til fundar við Þingeyinga. Cessna Citation-þotan lenti á Akureyrarflugvelli á ellefta tímanum en fundurinn á Húsavík hófst klukkan hálfsex í kvöld. Þar eru kynnt áform, sem - ef af verður, - valda straumhvörfum í atvinnu- og byggðamálum Norðurlands. PCC var með þrjú lönd til skoðunar undir verksmiðjuna en nú er Ísland orðið fyrsta val, eins og fram kom á Akureyrarflugvelli í viðtali Hildu Jönu Gísladóttur frá N4 við Sabine König málmverkfræðing, fulltrúa PCC. „Þegar við komum hingað höfðum við skoðað ýmsa staði og eftir að hafa talað við ýmsa aðila sem myndu taka þátt í þessu verkefni á Íslandi komumst við að þeirri niðurstöðu að Húsavík yrði staðurinn þar sem fyrsta hagkvæmnisathugunin færi fram," sagði Sabine König. En hvenær gæti ákvörðun PCC legið fyrir og hvenær gætu framkvæmdir hafist? „Við teljum að það gæti verið raunhæft að byrja 2013," svarar Sabine og vonast til hægt verði að taka ákvörðun eftir sex mánuði. Framkvæmdir við bæði kísilverksmiðju og virkjanir kalla á mörghundruð störf fyrir norðan og þegar rekstur hefst verða til 120 til 150 störf á Bakka. „Þetta er fjárfesting upp á rúmlega hundrað milljónir evra svo þarna er um mikil verðmæti að ræða," segir fulltrúi PCC.
Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira