Erlent

Aðalhetjur Finding Nemo í útrýmingarhættu

Marlin og Dory - söguhetjur Finding Nemo.
Marlin og Dory - söguhetjur Finding Nemo. mynd/Pixar
Hópur vísindamanna frá Kanada og Bandaríkjunum hefur framkvæmt rannsókn á lífríki kóralrifa. Þeim til hliðsjónar var teiknimyndin vinsæla frá Pixar - Finding Nemo. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að 16% þeirra tegunda sem eru í teiknimyndinni eru nú í bráðri útrýmingarhættu.

Hugmyndin að baki rannsókninni myndaðist eftir að nokkrir vísindamannanna horfðu á Finding Nemo. Í myndinni er lífríki kóralrifanna birt sem litríkur og hamingjusamur staður. Rannsóknin leyddi hins vegar í ljós að það eitt að vera sætur er ekki nóg - lífsbaráttan í kóralrifunum er hatrömm og ófyrirsjáanleg.

Það voru Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) sem stóðu að baki rannsókninni. Vísindamennirnir greindu alls 1.568 tegundir og komust að því að 16% þeirra voru á barmi útrýmingar.

Loren McClenachan, ein af stjórnendum rannsóknarinnar, sagði að dýrategundir eins og hákarlar, skjaldbökur og skötur séu allar í hættu. Hún segir að farandtegundir eins og þessar verði fyrir miklum áhrifum frá athöfnum mannsins.

McClenachan benti á að í kjölfar Finding Nemo myndaðist mikill áhugi á fiskabúrum og litríkum fiskum - þá einna helst trúðsfisknum en aðalhetja teiknimyndarinnar er einmitt af slíkri tegund. Trúðsfiskurinn er ekki í bráðri útrýmingarhættu en er samt sem áður á hættumörkum.

Vísindamennirnir rannsökuðu sérstaklega tegundir sem voru mælandi í teiknimyndinni. Persónur Finding Nemo eins og hamarshaus-hákarlinn „Anchor" og sæskjaldbökurnar „Squirt" og „Crush" er nánast útdauðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×