Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 18-28 | FH í undanúrslit bikarsins Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. desember 2011 15:07 Mynd/Stefán FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
FH vann öruggan tíu marka sigur á Gróttu í átta lið úrslitum Eimskips bikars karla í kvöld. Grótta hékk í FH í 17 mínútur en FH var fimm mörkum yfir í hálfleik 15-10. FH-ingar virkuðu hálf kærulausir framan af leik og þá sérstaklega þegar liðið var einum fleiri í fyrri hálfleik. Leikmenn Gróttu voru baráttuglaðir og hungraðir í að stríða FH en með frábærri markvörslu Daníels Andréssonar tókst FH að ná góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks. Seinni hálfleikur varð aldrei spennandi. FH jók forskotið strax í upphafi og hleyptu Gróttu aldrei inn í leikinn þó sóknarleikur liðsins hafi oft verið betri í vetur. Daníel varði áfram af krafti og Grótta gat varla keypt sér mark. Er leið á seinni hálfleik skiptu þjálfarar beggja liða mikið og lykilmenn fengu góða hvíld en þessi lið mætast á ný á fimmtudaginn í deildinni. Leikurinn fjaraði því út og FH verður í pottinum ásamt Fram, HK og Haukum þegar dregið verður í undanúrslit keppninnar. Guðfinnur: Erum í framförMynd/Vilhelm„Við skoruðum ekki úr dauðafærum. Við áttum að vera yfri í hálfleik," sagði Guðfinnur Kristmannsson þjálfari Gróttu vera ástæðu þess að lið hans tapaði leiknum í kvöld. „Þeir nýttu sín færi. Seinni hálfleikur var svipaður. Við vorum reyndar orðnir svolítið þreyttir í restina og þegar munurinn verður mikill þá vera menn ennþá þreyttari." „Ég er mjög ánægður með baráttuna hjá strákunum. Við vorum að skapa okkur færi og meira getur maður ekki beðið um. Nú er bara að nýta þau." „Við erum í stanslausri framför að mínu mati. Ég var með annan flokkinn inn á stóran hluta af leiknum, það er annað en þeir. Þeir kaupa bara gamla karla og þora ekki að nota sína ungu leikmenn," sagði glettinn Guðfinnur að lokum. Baldvin: Spýttum í lófana og kláruðum velMynd/Vilhelm„Við vorum mistækir í upphafi og nýttum okkur ekki þegar við vorum einum fleiri. Þegar við fórum að gera færri feila og refsa betur þá fór þetta að ganga betur, frábær markvarsla sem við fengum hjálpaði til," sagði Baldvin Þorsteinsson eftir leikinn. „Við vorum mistækir í byrjun sama hver ástæðan fyrir því var. Við spýttum í lófana og kláruðum þetta vel," sagði Baldvin sem vildi ekki taka undir að FH-ingar hafi virkað kærulausir framan af leik. „Við rúlluðum á mörgum mönnum. Það hjálpaði til. Við gátum leikið á óþreyttum leikmönnum í seinni hálfleik og gerðum færri mistök." „Við erum með fína breidd og Stjáni og Einar rúlluð vel á liðinu í dag." „Það er vanalega þannig að þegar lið mætast svona þá vinna menn sitt hvorn leikinn og við verðum að gleyma þessum sigri og einbeita okkur að leiknum á fimmtudaginn," sagði Baldvin að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira